fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Grímur segir lögregluna ekki eltast við gróusögur

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. september 2024 17:30

Grímur Grímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að lögreglan ætli ekki að eyða tíma í að eltast við sögusagnir í Krýsuvíkurmálinu. 

Engar ábendingar eða sönnunargögn hafi borist til lögreglu umfram það sem Sigurður Fannar Þórsson sem situr í gæsluvarðhaldi hefur sagt lögreglu.

Sigurður Fannar var handtekinn á sunnudagskvöld grunaður um að hafa orðið Kolfinnu Eldeyju, tíu ára dóttur sinni, að bana. Sigurður Fannar hringdi sjálfur í lögreglu og að hann hefði banað dóttur sinni. Hann var handtekinn og í gær var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. september.

Grímur segir í samtali við Vísi að fólk tengt Sigurði Fannari og hans fjölskyldu hafi gefið skýrslur hjá lögreglu í dag. Sigurður Fannar var ekki yfirheyrður í dag. Meðal þess sem er til rannsóknar sé hvar stúlkan lét lífið líkt og DV greindi frá fyrr í dag. 

Sögusagnir hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum og víðar um manndrápið. Grímur segir lögregluna ekki eltast við slíkar sögusagnir. 

Rétt er að minna á að telji einstaklingar sig hafa upplýsingar um þetta sakamál, eða önnur, geta viðkomandi sett sig í samband við lögregluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu