fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Pressan

Athyglisverð umræða – Skiptir þú nógu oft um nærbuxur?

Pressan
Fimmtudaginn 5. september 2024 04:00

Hvað ætli Fabio skipti oft um nærbuxur?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líflegar umræður hafa staðið yfir að undanförnu á spjallvefnum Mumsnet um hvort fólk skipti nægilega oft um nærbuxur. Umræðurnar hófust eftir að kona ein gagnrýndi „undarlegar“ nærfatavenjur unnusta síns.

Konan, sem byrjaði nýlega að búa með unnustanum skrifaði að henni hafi brugðið mjög þegar hún uppgötvaði að hann skipti um nærbuxur eftir kvöldsturtuna en ekki á morgnana, eftir að hafa sofið í þeim. Sagði hún þetta „undarlegt“ og velti fyrir sér hvort fleiri hafi upplifað eitthvað álíka hjá mökum sínum eða hvort viðbrögð hennar væru of harkaleg.

„Ég komst að því að hann skiptir um nærbuxur eftir að hafa farið í bað á kvöldin og að hann skiptir ekki um nærbuxur á morgnana eftir að hafa sofið í þeim alla nóttina. Mér finnst þetta mjög undarlegt og mér finnst að maður eigi að skipta um nærbuxur í hvert sinn sem maður fer á fætur og klæðir sig fyrir daginn,“ skrifaði hún.

Viðbrögð annarra voru ansi blendin. Sumir tóku undir skrif konunnar og sögðu svona hegðun gefa tilefni til að hafa varann á sér varðandi sambandið. „Það er kominn tími til að íhuga þetta samband vel. Þú átt svo miklu betra skilið en þessa undarlegu hegðun,“ skrifaði einn notandinn.

Annar skrifaði: „Vandamálið er ekki að það sé sofið í nærbuxum, það er að sömu nærbuxurnar séu notaðar í 24 klukkustundir. Það finnst mér viðbjóðslegt.“

En aðrir vörðu manninn og sögðu þetta í raun líkjast venjum marga karlmanna því hann fari í bað daglega og skipti um nærbuxur. Þessir notendur vefsins sögðu konuna bregðast of harkalega við og að hún eigi að vera þakklát fyrir að maðurinn þrífi sig daglega.  „Hann skiptir um nærbuxur daglega og fer í bað daglega. Það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Það eru margir sem hafa það verra,“ skrifaði einn.

Ýmsir sérfræðingar hafa tjáð sig um þetta í gegnum tíðina. Einn þeirra, Dr. Chun Tang, sem er læknir hjá Pall Mall Medical á Englandi, sagði til dæmis í samtali við Daily Mail að það sé auðvitað ekki ákjósanlegt að vera í sömu nærbuxunum dögum saman en bómullarnærbuxur sé hægt að nota í tvo daga ef þær anda og fólk þrífur sig vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið