fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Braust inn í skip og skemmdi neyðarbauju og gekk berserksgang með múrsteini á Laugavegi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. september 2024 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur maður var í morgun sakfelldur fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir samtals átta brot sem framin voru í sumar.

Í fyrsta lagi gerðist hann sekur um að stel bíl á Fálkagötu í Reykjavík og ók hann bílnum um götur höfuðborgarsvæðisins uns lögregla hafði afskipti af honum í Bólstaðahlíð.

Í öðru lagi var hann sakfelldur fyrir þjófnað á gistiheimili í Reykjavík en hann stal grænum Cargo-buxum og seðlaveski sem innihélt greiðslukort og bréf um tilkynningarskyldu.

Í þriðja lagi var maðurinn ákærður fyrir eignaspjöll og húsbrot með því að hafa í júní í sumar ruðst heimildarlaust inn í skip sem var við höfn í Reykjavík, neitað að yfirgefa skipið þegar hann var krafinn um það og valdið skemmdum á neyðarbauju með því að taka baujuna úr plastboxi með þeim afleiðingum að ekki var hægt að nota hana aftur.

Í fjórða lagi var maðurinn sakaður um eignaspjöll, húsbrot og fíkniefnalagabrot eð því að hafa í júní í sumar með múrstein í hendi brotið rúður í húsnæði að Laugavegi og ruðst þar heimildarlaust inn. Er lögregla hafði afskipti af honum fann hún á honum lítilsháttar magn af amfetamíni.

Maðurinn var auk þess sakaður um umferðarlagabrot og fleiri skemmdarverk, meðal annars skemmdarverk á bíl.

Fyrir dómi játaði maðurinn sekt sína í öllum ákæruliðum og var það virt til refsilækkunar. Var hann dæmdur í fjögura mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var dæmdur til að greiða hátt í 1,7 milljónir króna í málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst