

Líklegt verður að teljast að aganefnd KSÍ fái inn á borð sitt atvik sem átti sér stað í leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í gær.
Í leiknum var hart barist og í einu föstu leikatriði ákvað Böðvar Böðvarsson varnarmaður FH að gefa Guðmundi Kristjánssyni olnbogaskot.
Í kjölfarið reiddist Guðmundur hressilega og ákvað að lemja Böðvar af nokkrum krafti beint í andlitið.
Pétur Guðmundsson sem dæmdi leikinn vel hafði litið undan og sá ekki atvikið þegar Böðvar og Guðmundur skiptust á höggum.
Atvikið náðist á myndbandi úr stúkunni en á Stöð2 Sport í gær var farið ítarlega yfir málið þar sem höggin frá þeim félögum sáust mjög vel.
Atvikið má sjá hér að neðan.