fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

JD Vance heldur áfram að móðga konur – að þessu sinni kennara og lesbíur

Pressan
Laugardaginn 31. ágúst 2024 11:52

J.D. Vance varaforsetaefni Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varaforsetaefni repúblikana, JD Vance, gengur illa að ná til kjósenda. Íhaldssamar skoðanir hans um hlutverk kvenna í samfélaginu hafa farið fyrir brjóstið á mörgum, þá einkum ummæli um barnlausar konur sem eiga ketti.

Fjölmiðlar skemmta sér nú konunglega við að kemba gömul viðtöl við varaforsetaefnið til að vekja athygli á ummælum hans í garð kvenna. Nú til dæmis hafa ummæli sem hann lét falla árið 2021 vakið reiði.

Þar fór Vance ófögrum orðum um kennara sem eiga ekki líffræðileg börn. Beindi hann þessum orðum meðal annars að formanni bandaríska kennarasambandsins, Randi Weingarten.

„Svo margir leiðtogar vinstrisins, og ég hata hvað ég tek þessu persónulega, en þetta er barnlaust fólk sem er að reyna að heilaþvo börnin okkar. Það veldur mér áhyggjum,“ sagði Vance á viðburði hjá kristilegu stofnuninni Center for Christian Virtue. Hann hélt svo áfram:

„Randi Weingarten, sem er yfir valdamestu kennarasamtökum landsins, hún á ekki eitt einasta barn. Ef hún vill heilaþvo og tortíma hugum barna þá ætti hún að eiga sín eigin börn og láta okkar í friði.“

Weingarten er lesbía og hefur það ekki verið neitt leyndarmál síðan hún kom opinberlega út úr skápnum árið 2007. Hún var fyrsti formaður stéttarfélags af þessari stærð til að opinbera samkynhneigð sína. Hún er eins gift og eiginkona hennar á börn úr fyrra sambandi. Weingarten er því stjúpmóðir og hefur tekið þátt í uppeldi barnanna.

Vance reyndi að koma ummælum sínum til varna í vikunni þegar CNN gekk á hann: „Ég gagnrýndi ekki Randi Weingarten fyrir að vera barnlaus. Ég gagnrýndi hana fyrir að vilja heilaþvo mín börn.“

Weingarten gaf lítið fyrir skýringar Vance og segir að ummæli hans séu fáránleg og ógeðfelld.

Ekki liggur fyrir hvers vegna Vance hatar Weingarten svona mikið en flokkur hans er að berjast fyrir minni opinberum afskiptum af menntum, frekari einkavæðingu grunnskóla og að börn fái ekki fræðslu um hinsegin samfélagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni