fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Ákærður fyrir að ráðast á unga konu við Ránna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. ágúst 2024 12:30

Árásin er sögð hafa átt sér stað við skemmtistaðinn Ránna í Reykjanesbæ. Mynd: Skjáskot/Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Lögbirtingablaðinu í dag er birt fyrirkall og ákæra yfir manni á fertugsaldri. Er maðurinn kvaddur til að koma fyrir dóm þar sem hann sætir ákæru fyrir líkamsárás með því að hafa haustið 2022 ráðist á konu á þrítugsaldri við skemmtistaðinn Ránna í Reykjanesbæ.

Í fyrirkallinu segir að maðurinn sé með ótilgreint lögheimili í Reykjanesbæ. Samkvæmt ákærunni sló hann konuna í andlitið og átti árásin sér stað við Ránna en staðsetningu er ekki lýst nánar. Urðu afleiðingarnar þær að konan hlaut skurð á efri vör, höfuðverk, svima og fleiri einkenni sem bentu til heilahristings, verk yfir vinstri öxl og sár inn á vinstri nös.

Er þess krafist í ákærunni að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Af hálfu konunnar er þess að krafsist að maðurinn verði dæmdur til að greiða henni 2 milljónir króna auk vaxta og dráttarvaxta. Þess er einnig krafist fyrir hönd konunnar að þóknun réttargæslumanns greiðist úr ríkissjóði en að öðrum kosti er gerð krafa um málskostnað úr hendi mannsins, konunni að skaðlausu.

Málið hefur þegar verið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness og verður tekið fyrir í október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“