fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

„Getur ekki bara kastað frá þér deildinni því þú ert í Evrópu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 13:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 18 í kvöld mætast Víkingur og Santa Coloma frá Andorra í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Sambansdeildarinnar í haust. Fyrirliði Víkings, Nikolaj Hansen, er brattur fyrir leiknum.

„Það er mjög spennandi að spila þennan heimaleik og stuðningsmenn okkar eiga skilið að fá góða frammistöðu frá okkur á heimavelli,“ sagði Nikolaj í samtali við 433.is í aðdraganda leiksins.

„Þetta er mikilvægur leikur fyrir félagið og okkur sem leikmenn. Þetta er eitt það stærsta sem þú getur gert á þínum ferli, að keppa í þessum riðlakeppnum og mæta sterkum liðum.“

video
play-sharp-fill

Víkingur er klárlega mun sigurstranglegra liðið í einvíginu en Nikolaj segir að Santa Coloma sé sýnd veiði en ekki gefin.

„Við höfum séð nokkrar klippur frá þeim og þeir eru mjög góðir á boltanum. Við gerum okkar besta og náum vonandi góðum úrslitum.“

Víkingur hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu tveimur leikjum í Bestu deildinni, tap heima gegn ÍA og jafntefli heima gegn Vestra. Hvað hefur vantað upp á?

„Menn hugsa kannski of mikið um Evrópuleikina og þetta hefur verið slappt í leikjunum á milli þeirra. En að mínu mati getur þú ekki bara kastað frá þér deildinni því þú ert í Evrópu. Þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna í því ef við förum í riðlakeppnina verður þetta áfram svona út tímabilið,“ segir Nikolaj.

Nánar er rætt við hann í spilaranum.

Meira
Arnar fundið fyrir pressu frá gjaldkeranum – „Mikið undir og af hverju ekki bara að tala um það?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
Hide picture