fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Viðskiptabann ESB á rússneska demanta rekur fólk í dauðann og veldur atvinnuleysi á Indlandi

Pressan
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 18:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptabann ESB á rússneska demanta kemur sér illa fyrir indversku borgina Surat en hún er stærsti innflytjandi rússneskra demanta á heimsvísu og um leið stærsti endurútflytjandi rússneskra demanta.

Í byrjun ágúst skýrðu indverskir fjölmiðlar frá sjálfsvígi 21 árs manns í bænum. Það er ekki sjaldgæft að fólk taki líf sitt á Indlandi en það sem gerði einmitt þetta sjálfsvíg að fréttaefni var að það var enn einn atburðurinn tengdur slæmri þróun í indverska demantaiðnaðinum vegna viðskiptabanns og refsiaðgerða Vesturlanda gegn rússneska demantaiðnaðinum.

Indverjar eru stærstu útflytjendur demanta í heiminum og Rússland er stærsta framleiðslulandið. Indverski demantaiðnaðurinn er algjörlega háður innflutningi frá Rússlandi. 9 af hverjum 10 demöntum á heimsmarkaðnum eru skornir, slípaðir og pússaðir í Surat. Demantar og vefnaðarvöruframleiðsla eru það sem heldur borginni og héraðinu á lífi.

Rússneskir demantar eru ráðandi á heimsmarkaðnum. Talið er að rússneska ríkisfyrirtækið Alrosa standi sjái heimsmarkaðnum fyrir 35% af öllum demöntum þegar ástandið er eðlilegt og að fyrirtækið eigi um 40% þeirra demanta sem til eru á lager.

Stéttarfélag þeirra sem starfa í demantaiðnaðinum í Surrat telur að tvær milljónir íbúa í og við borgina lifi hafi lifibrauð sitt af demöntum á einn eða annan hátt en störfin í iðnaðinum eru mjög sérhæfð og iðnaðurinn er mjög ógegnsær.

Nú eru 50.000 af þessum starfsmönnum atvinnulausir eða hafa lækkað mikið í launum vegna refsiaðgerðanna. Talsmaður stéttarfélagsins sagði að sjálfsvíg 21 árs mannsins hafi ekki verið það fyrsta meðal starfsmanna í demantaiðnaðinum vegna refsiaðgerðanna. Hann sagði að á sjötta tug hafi tekið eigið líf. Fyrrgreindi ungi maðurinn skildi eftir sig kveðjubréf þar sem hann sagði að ákvörðun hans væri til komin vegna stöðunnar í demantaiðnaðinum. Hann fengi ekki næga vinnu og hefði lent í fjárhagsvanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni