

Það er ekkert skilyrði fyrir Chelsea að enda í Meistaradeildarsæti á tímabilinu að sögn Enzo Maresca, stjóra liðsins.
Maresca tók við Chelsea í sumar eftir dvöl hjá Leicester en Mauricio Pochettino var rekinn frá félaginu í vetur.
Chelsea er eitt af stórliðum Englands en gengi liðsins síðustu tvö tímabil hefur verið fyrir neðan væntingar.
Það er ákveðin pressa á Maresca en hann segir að eigendurnir heimti ekki að liðið komist í Meistaradeildina fyrir næsta tímabil.
,,Það sem ég get sagt er að enginn frá félaginu hefur heimtað að við endum í Meistaradeildarsæti,“ sagði Maresca.
,,Það var enginn sem bað um topp fjóra. Það sem þeir sögðu við mig er að við þyrftum að vera samkeppnishæfir og bæta okkur með tímanum.“