fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Sóldís Vala er Ungfrú Ísland 2024

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 00:09

Sóldís Vala er Ungfrú Ísland 2024.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóldís Vala Ívarsdóttir, 18 ára, er Ungfrú Ísland 2024. Hún var krýnd í Gamla bíó í Kvöld.

Þetta var í níunda skipti sem fegurðarsamkeppnin fer fram. Lilja Sif Pétursdóttir hlaut titilinn í fyrra. Í öðru sæti var Helena Hafþórsdóttir O’Connor og fékk hún titilinn Miss Supranational Iceland.

Emilía Þóra Ólafsdóttir, 18 ára, valin Miss Supranational Iceland 2024.

Spennandi. Mynd/DV
Emilía Þóra var valin Miss Supranational Iceland 2024. Mynd/DV
Mynd/DV
Mynd/DV
Mynd/DV
Mynd/DV

Nánar um sigurvegara kvöldsins.

Sóldís Vala. Mynd/Arnór Trausti

Sóldís Vala Ívarsdóttir

„Sóldís Vala er 18 ára gömul og er búin með annað árið í menntaskóla. Hún stefnir á að læra flugmanninn að lokinni menntaskólagöngu. Sóldís hefur mjög fjölbreytt áhugamál en hennar aðaláhugamál er hreyfing og heilsutengd málefni. Hún æfði fimleika í tíu ár,frá tveggja ára aldri, og færði sig svo í fótbolta. Hún hefur einnig mikinn áhuga á tísku og förðun, sem hefur þróast frá æsku. Sóldís er sjálfstæð og metnaðarfull og mjög opin fyrir að auka styrkleika sína á ólíkum sviðum og er ófeimin við að fara út fyrir þægindarammann.“

Emilía Þóra. Mynd/Arnór Trausti

Emilía Þóra Ólafsdóttir

„Emilía Þóra er fædd í febrúar árið 2006, og er því 18 ára gömul. Alveg síðan hún man eftir sér hefur hún verið ákveðin, jákvæð og virk í félagslífinu. Hún er uppalin í Grindavík en býr núna á Álftarnesi. Hún er að byrja sitt þriðja og síðasta ár í Verzlunarskóla Íslands á nýsköpunar- og listabraut. Emilíu hefur alltaf dreymt um að skara fram úr sem leik- og söngkona og stefnir á að vinna við það í framtíðinni. Hún hefur mikinn áhuga á samfélaginu og elskar að læra eitthvað nýtt.  Hennar helsta markmið í lífinu er að mynda heilbrigð sambönd og vera fyrirmynd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Litlu munaði hjá ferðamanni – „Það er mjög mikilvægt að þú hlustir“

Litlu munaði hjá ferðamanni – „Það er mjög mikilvægt að þú hlustir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ávani eiginkonunnar gerir hann brjálaðan – en netverjar segja honum að líta í eigin barm

Ávani eiginkonunnar gerir hann brjálaðan – en netverjar segja honum að líta í eigin barm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leonardo DiCaprio opinberar hvers vegna hann hylur andlitið á sér

Leonardo DiCaprio opinberar hvers vegna hann hylur andlitið á sér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginkonan gómaði hann og vill að hann velji – „En það er ekki svona auðvelt“

Eiginkonan gómaði hann og vill að hann velji – „En það er ekki svona auðvelt“