fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Börnin öskruðu og strandgestir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið

Pressan
Mánudaginn 29. júlí 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjuleg uppákoma varð á vinsælli strönd í Rhode Island í Bandaríkjunum á laugardag þegar drekaflugur í þúsundatali flugu yfir svæðið og gerðu strandgestum lífið leitt.

Átti atvikið sér stað á Misquamicut-ströndinni þegar fjöldi strandgesta var að njóta veðurblíðunnar og busla í sjónum.

Í frétt New York Post kemur fram að viðbrögð fólks hafi verið allskonar og var börnum á ströndinni kannski sérstaklega brugðið. Einhverjir yfirgáfu ströndina á meðan aðrir brostu og fylgdust með flugunum fljúga yfir og í kringum fólk.

Drekaflugur, sem eru stórar og nokkuð tignarlegar, ferðast gjarnan í stórum hópum yfir sumartímann á meðan á mökunartímabili stendur. Geta hóparnir talið milljónir flugna og eru dæmi þess að ratsjárstöðvar hafi numið ferðir þeirra.

Þær nærast einkum á moskítóflugum og eru meinlausar fyrir mannfólkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld