fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Varð dýrastur í sögunni og fékk mikið hatur: Kemur öðrum til varnar – ,,Þeir eru ekki lélegir leikmenn“

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. júlí 2024 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nicolas Pepe, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur komið dýrum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni til varnar.

Pepe talar um þá Mykhailo Mudryk hjá Chelsea og Antony hjá Manchester United en þeir hafa ekki staðist væntingar eftir að hafa kostað mikla peninga.

Pepe kostaði sjálfur 72 milljónir á sínum tíma en var að lokum bolað burt frá Arsenal eftir nokkuð svekkjandi frammistöðu.

,,Það er ekki auðvelt að aðlagast, stuðningsmennirnir voru ekki ánægðir með mitt framlag. Þegar ég kom fyrst þá voru þeir lítið að dæma mína frammistöðu, þeir voru að dæma verðmiðann,“ sagði Pepe.

,,Ég gerði nokkra frábæra hluti hjá Arsenal að mínu mati og sé ekki eftir tíma mínum þar en ég var dýrastur í sögunni svo þeir bjuggust við að ég myndi skora í hverjum leik.“

,,Það eru leikmenn í deildinni eins og Mykhailo Mudryk og Antony sem eru ekki alltaf upp á sitt besta en eru ekki slæmir leikmenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Verður líklegast áfram á Englandi

Verður líklegast áfram á Englandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai