fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Var leikmaður Liverpool að skjóta á Klopp? – ,,Aldrei verið ánægðari“

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. júlí 2024 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Curtis Jones, leikmaður Liverpool, gæti hafa skotið létt á fyrrum stjóra liðsins, Jurgen Klopp, er hann ræddi við blaðamann um Arne Slot.

Slot er nýr stjóri Liverpool en hann tók við félaginu í sumar eftir að Klopp hafði unnið þar í níu ár.

Jones hefur unnið með Slot í örfáa mánuði en hefur víst aldrei verið ánægðari sem leikmaður liðsins – að eigin sögn.

Margir vilja meina að Jones sé að skjóta aðeins á Klopp með þessum ummælum en hann fékk takmarkaðan spiltíma undir stjórn Þjóðverjans.

,,Hann er stórkostlegur, ég hef líklega aldrei verið ánægðari,“ sagði Jones í samtali við blaðamenn.

,,Hans spilamennska hentar mínum leikstíl gríðarlega vel, leikplanið er mjög skýrt. Arne tekur þátt í öllum æfingum og þjálfar okkur sem leikmenn, hann hugsar mikið um smáatriðin.“

,,Hann veit að þetta verkefni mun taka ákveðinn tíma því breytingarnar eru miklar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið