fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Dóttir Musk segir hann ljúga um æsku sína – „Ég notaði ekki orðið fabjúlöss þegar ég var fjögurra ára af því að ég var fjögurra ára“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 26. júlí 2024 14:30

Samband feðginanna er erfitt, vægast sagt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vivian Jenna Wilson, dóttir auðkýfingsins Elon Musk, hefur borið til baka ummæli hans í nýlegu viðtali. Sagði hún faðir sinn hafa logið um ýmislegt í æsku hennar.

Elon sagðist hafa verið narraður til að veita samþykki fyrir kynleiðréttingunni á Vivian, sem hét þá Xavier. Sagði Musk að mikil ringulreið hefði verið vegna covid og honum hafi verið tjáð að Xavier væri í sjálfsvígshættu. „Ég missti son minn í raun,“ sagði Musk í viðtalinu við Daily Wire. Sagði hann að Xavier hefði verið samkynhneigður og einhverfur. „Hann valdi jakka handa mér og sagði mér að ég væri fabjúlöss.“

Var Musk harðorður í garð þeirra sem væru að „bera út boðskapinn“ um kynleiðréttingar og sagðist vilja þau í fangelsi. Hafa ummæli Musk fallið í mjög grýttan jarðveg.

„Ég valdi aldrei neina jakka fyrir hann og ég var svo sannarlega ekki að kalla hann fabjúlöss. Ég notaði ekki orðið fabjúlöss þegar ég var fjögurra ára af því að ég var fjögurra ára,“ sagði Wilson sem er tvítug í dag og hefur átt í erfiðu sambandi við föður sinn undanfarin ár.

Sjá einnig:

Viðtal við Elon Musk um transmálefni vekur mikla reiði og umtal – „Ég missti son minn“

Sagði Wilson að Musk hefði verið lítið til staðar þegar hún var að alast upp. Þegar hann hafi verið á staðnum hafi hann stanslaust áreitt sig vegna kven og hinseiginleika hennar.

„Ég er löglega viðurkennd sem kona í Kaliforníufylki og ég skipti mér ekki af þeim sem eru fyrir neðan mig,“ sagði Wilson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“