fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Eiginkonan gat ekki setið á sér eftir fréttir gærdagsins – „Aflið ykkur betri upplýsinga“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 26. júlí 2024 11:00

Ederson og Lais Moraes.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lais Moraes, eiginkona markvarðarins Ederson, segir fréttir um hann sem komu út í gær alrangar.

Framtíð Ederson hjá Manhester City hefur verið mikið í umræðunni. Það er talið að hann vilji fara frá félaginu og til Sádi-Arabíu.

Í grein sem The Athletic gaf út í gær kom fram að það væri að hluta til vegna þess að Ederson sé pirraður á öllu lofinu sem varamarkvörður City, Stefan Ortega, fékk eftir leik gegn Tottenham í vor. Ortega átti ótrúlega vörslu frá Heung-Min Son í leiknum sem átti stóran þátt í að City skákaði Arsenal í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Eftir leik mátti heyra stuðningsmenn segja að Ederson, sem fór meiddur af velli í leiknum, hefði ekki varið þetta og þar fram eftir götum. Það var hann alls ekki sáttur með samkvæmt miðlinum.

Moraes gat ekki setið á sér eftir þessar fullyrðingar. „Aflið ykkur betri upplýsinga. Þetta eru falsfréttir,“ skrifaði hún á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ítalski risinn ætlar að slást við Liverpool um Guehi

Ítalski risinn ætlar að slást við Liverpool um Guehi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Potter vill starfið eftir að Svíar ráku þjálfara sinn í gær

Potter vill starfið eftir að Svíar ráku þjálfara sinn í gær