fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 18:30

Þjófunum tókst ekki að opna peningahólfið sem er mjög harðgert að sögn Svavars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nótt var reynt að brjótast inn í hraðbankann sem stendur við hliðina á veitingastaðnum Ban Kúnn á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði. Í mars var keyrt á hann með lyftara í árangurslausri tilraun til að ná peningum. Hraðbankinn er ónýtur og verður ekki settur aftur upp og verða Vellirnir því hraðbankalausir.

„Það er mánuður síðan hann var settur aftur upp,“ segir Svavar Gunnar Jónsson eigandi Ban Kúnn. Hraðbankinn var ekki á hans vegum heldur Euronet. En að sögn Svavars var gott að hafa hann þarna.

„Þetta er partur af þjónustu. Hraðbankinn var mikið notaður, til dæmis af ferðamönnum. Þessir bankar eru reyndar nokkuð dýrir skilst mér eins og reyndar allir hraðbankar núorðið. Ég veit ekki hvort þetta jók nokkuð viðskiptin hjá mér en þetta er þjónusta,“ segir Svavar.

Nefnir hann að áður en hraðbankinn hafi verið settur upp hafi verið mjög algengt að fólk kæmi og spyrði hvort hægt væri að skipta 1000 eða 5000 króna seðlum í 500, því það var upphæðin sem börnin í hverfinu máttu gefa hvoru öðru í barnaafmælum.

Tvær tilraunir á stuttum tíma

Þann 26. mars síðastliðinn var skotbómulyftara ekið á hraðbankann. Það var einmitt nóttina áður en peningaflutningabíll Öryggismiðstöðvarinnar var rændur í Hamraborg.

Lyftaranum hafði verið stolið frá verktaka í nágrenninu og honum ekið á bankann í tilraun til þess að ná honum út úr veggnum og í burt. Skemmdist bankinn sjálfur en þjófunum tókst ekki að ná peningunum úr honum.

Svavar G. Jónsson eigandi Ban Kúnn. Mynd/Markaðsstofa Hafnarfjarðar

„Það tók þá langan tíma að ná að opna peningahólfið síðast. Þegar búið er að brjóta læsingar og svona þá er þetta erfitt. Peningahólfið er mjög rammgert,“ segir Svavar. En það var starfsfólk Advania sem sá um það.

Spreyjuðu á myndavélina

Eins og áður segir var aftur gerð tilraun til að opna bankann í nótt. Tilkynnt hafði verið um það áður en starfsfólk Ban Kúnn mætti á veitingastaðinn klukkan 10 í morgun. Lögregla kom og rannsakaði málið sem og starfsfólk Advania.

Ekkert var hægt að sjá á myndavélum. „Þeir töluðu um að það hefði verið búið að spreyja á myndavélina í bankanum,“ segir Svavar.

Að hans sögn er nú fullreynt að hafa hraðbanka á þessum stað og verður hann ekki settur aftur upp.

„Það er núna enginn hraðbanki hérna á þessu stóra svæði. Næsti hraðbanki er í miðbæ Hafnarfjarðar,“ segir Svavar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“