fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Ása og börnin boðuðu til blaðamannafundar – „Enginn vill trúa því að fjölskyldumeðlimur, pabbi þeirra, bróðir eða eiginmaður geti framið slík myrkraverk“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. júlí 2024 21:30

Ása Ellerup og börn hennar á blaðamannafundi fyrir framan húsið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Ellerup og börn hennar, Christoper og Victoria, eru að reyna að púsla lífi sínu saman að nýju eftir að það hrundi kjölfar handtöku fjölskylduföðursins, Rex Heuermann, sem ákærður verið fyrir sex hrottaleg morð á kynlífsverkakonum. Ekki er útséð hvað ákærurnar verða margar því Heuermann er einnig efstur á lista grunaðra í sjöunda morðinu og til skoðunnar varðandi enn fleiri.

Þann 13. júlí síðastliðinn var eitt ár liðið frá handtöku Heuermann sem fór sem eldur um sinu um gjörvalla heimsbyggðina. Ekki síst á Íslandi enda með öllu fordæmalaust að Íslendingur sé svo nátengdur hrottalegum fjöldamorðingja.

Lífum fjölskyldunnar kollvarpað sama hver niðurstaðan verður

Lögfræðingur fjölskyldunnar, Robert Macedonio, boðaði til blaðamannafundar fyrir framan heimili þeirra í tilefni af ársafmælinu. Sagði hann að fjölskyldan væri enn að sleikja sárin og að þau væru saklaus fórnarlömb í því fjölmiðlafári sem óhjákvæmilega fylgdi handtöku Heuermann og þeim hroðalegu glæpum sem hann er sakaður um. „Jafnvel þó að þessir atburðir áttu sér stað eða ekki, jafnvel þó hann sé saklaus eða sekur, þá hefur lífum þeirra verið kollvarpað. Enginn vill trúa því að fjölskyldumeðlimur, pabbi þeirra, bróðir eða eiginmaður geti framið slík myrkraverk“ sagði Macedonio í yfirlýsingu sinni.

Hann lagði þunga áherslu á að Ása og börn hennar hefðu ekkert með glæpi Heuermann að gera og þau hefðu djúpstæða samúð með ástvinum fórnarlambanna í málinu. Sagðist hann reikna með að allt að ár geti liðið þar til réttað verði yfir Heuermann vegna meintra glæpa hans en fjölskyldan hefði ákveðið að búa áfram á heimili sínu þar til stormurinn væri yfirstaðinn. Þá myndu þau hefjast handa við að halda áfram með líf sitt.

Hélt sig til hlés á blaðamannafundinum

Eins og fram hefur komið var Ása gift Rex Heuermann í 27 ár en hún sótti um skilnað frá honum nokkru eftir handtöku hans. Hefur það vakið nokkra hneykslan að fjölskyldan hyggst koma fram í heimildarmynd um málið og má búast við því að fá fúlgur fjár fyrir. Lög í Bandaríkjunum kveða á um að glæpamönnum og fjölskyldum þeirra sé óheimilt að hagnast á myrkraverkum þeirra en skilnaðurinn breytir þeirri stöðu.

Sjá einnig: Ása Guðbjörg sögð fá um 140 milljónir fyrir heimildarmynd um meinta raðmorðingjann Rex Heuermann

Á áðurnefndum blaðamannafundi héldu Ása og börnin sig til hlés en fram kemur að hún hafi neitað að svara spurningum um málið. Hins vegar tjáði hún sig um heilsu sína en fram hefur komið að Ása er að berjast á fleiri vígstöðum því hún greindist með krabbamein á dögunum og hefur sótt sér meðferðir vegna þess. Þær meðferðir hafa gengið vel en baráttan væri þó ekki búinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala