fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Sjáðu myndband stórstjörnunnar sem hefur verið harðlega gagnrýnt – „Mamma þeirrra er frá Kamerún og pabbi þeirra frá Nígeríu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spjótin hafa beinst að argentíska landsliðinu frá því myndband af leikmönnum þess syngja níðsöngva um franska landsliðið birtist á samfélagsmiðlum.

Liðið var að fagna sigri á Copa America þegar Enzo Fernandez, leikmaður Chelsea, reif upp símann og tók sig og aðra leikmenn Argentínu upp syngja lag með texta sem er vægast sagt niðrandi í garð Frakka sem eru dökkir á hörund.

„Þeir spila fyrir Frakkland en foreldrar þeirra eru frá Angóla, mamma þeirrra er frá Kamerún og pabbi þeirra frá Nígeríu. Vegabréfið segir samt að þeir séu franskir.“

Einhvern veginn svona hljóðaði textinn í laginu sem Argentínumenn sungu í fögnuði sínum.

Franska knattspyrnusambandið fordæmdi þetta harðlega og staðfesti að það myndi leggja inn kvörtun til FIFA vegna málsins. Fjöldi franska leikmanna gagnrýndi argentísku leikmennina þá harðlega.

Fernandez hefur nú sjálfur gefið út yfirlýsingu.

„Ég vil biðjast innilegrar afsökunar á myndbandinu sem ég birti á Instagram frá fögnuðinum. Lagið inniheldur mjög niðrandi texta og það er ekki hægt að afsaka hann. Ég fordæmi alla mismunun og biðst afsökunar á að hafa tapað mér í fögnuðinum,“ skrifaði hann.

Chelsea hefur sömuleiðis gefið út yfirlýsingu og fordæmt sönginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins
433Sport
Fyrir 3 dögum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 3 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak