fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Hörður hafði vart undan við að eyða líflátshótunum og ógeðfelldum ummælum – „Djöfull er þetta lasið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 08:32

Nikolaj Hansen varð fyrir því óláni að klikka á vítaspyrnu á ögurstundu í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur tapaði á grátlegan hátt gegn írska liðinu Shamrock Rovers í seinni leik liðanna í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gær.

Fyrri leik liðanna hér heima lauk með markalausu jafntefli en Írarnir komust í 2-0 á heimavelli í gær. Í hálfleik kom Nikolaj Hansen inn á sem varamaður fyrir Víking og minnkaði hann muninn á 58. mínútu. Á 8. mínútu uppbótartíma klikkaði hann hins vegar á vítaspyrnu sem hefði tryggt Víkingi framlengingu.

Hörður Ágústsson sér um samfélagsmiðla Víkings og sagði hann frá því á X (áður Twitter) í gær að hann hefði ekki undan að eyða ógeðfelldum ummælum frá aðilum sem veðjuðu á leikinn og töpuðu peningum á tapi Víkings.

„Jæja næstu 50 mínútur fara í að eyða líflátshótunum og ógeðslegum kommentum á Facebook/Instagram/Twitter síðum Víkings. Allt frá aðilum sem voru að veðja á leikinn. Djöfull er þetta lasið,“ skrifaði Hörður.

„Þetta er btw svona sama hvernig leikir fara. Ekkert hægt að gera nema eyða mörgum klukkutímum á viku í þetta til að gerpi sem hóta ofbeldi/morði fái ekki að koma nálægt einhverju sem snýst ekkert um íþróttina sem þessi fífl eru að veðja á,“ skrifaði hann enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso