fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Sveindís segist vera heil heilsu: ,,Þetta er bara lúkkið, ætlaði að líta út fyrir að vera geðveikt sterk“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 19:12

Sveindís Jane Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveindís Jane Jónsdóttir ræddi við RÚV í kvöld eftir sigur íslenska kvennalandsliðsins á því pólska ytra.

Sveindís var hetja íslenska liðsins í leiknum en hún gerði eina mark leiksins er 32 mínútur voru komnar á klukkuna.

Ísland hafnar í öðru sæti riðilsins á eftir Þýskalandi og er búið að tryggja sér sæti á EM.

,,Auðvitað er gaman að vinna en við gátum gert aðeins betur en sigur er sigur en við þurfum að skoða þennan leik og bæta það sem þarf að bæta,“ sagði Sveindís.

,,Ég sá að hún var svolítið hæg á boltanum þarna og náði að pota honum með löngu leggjunum og svo var það eina í stöðunni að slútta.“

,,Þetta er mjög gott hjá okkur að tapa einum leik í fínasta riðli. Pólland enda neðstar með núll stig en þær voru inni í öllum leikjunum og voru hörkugóðar.“

Sveindís var vafin um hnéð og var spurð að því hvort hún væri örugglega ekki heil frekar en að glíma við meiðsli.

,,Þetta er bara lúkkið, ég ætlaði að líta út fyrir að vera geðveikt sterk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar