fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. júlí 2024 19:49

J.D. Vance varaforsetaefni Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öldungadeildarþingmaðurinn  J.D. Vance, sem situr á þingi fyrir Ohio-ríki.  verður varaforsetaefni Donalds Trump, forsetaframbjóðanda Repúblíkanaflokksins, í forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust.

Trump greindi frá ákvörðun sinni á samfélagsmiðlinum Truth Social nú fyrir stundu en landsþing Repúblíkanaflokksins hófst í dag.

Vance er 39 ára gamall og var harður gagnrýnandi Trumps í forsetaframboði hans árið 2016. Fjórum árum seinna hafði hann hins vegar breytt um kúrs og studdi Trump með ráðum og dáð. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 2022, eftir að Trump hafði lýst yfir stuðningi við hann.

Vance er með gráðu í lögfræði frá Yale-háskóla en fór þaðan út í viðskiptalífið þar sem hann efnaðist á fjárfestingum. Þá er hann er einnig metsölurithöfundur. Hann skrifaði endurminningabókin Hillbilly Elegy sem endaði sem Netflix-mynd í leikstjórn Ron Howard.

Ákvörðun Trumps virðist við fyrstu sýn nokkuð klók en hann treystir á að Vance muni afla fylgis í Miðvesturríkjum eins og Pennsylvania, Michigan og Wisconsin þar sem búist er við að mjótt verði á mununum.

Vance er giftur en hann og eiginkona hans, Usha Chilukuri Vance, gengu í það heilaga árið 2014. Þau kynntust á háskólaárum sínum og eiga þrjú börn saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Neyðarkall frá Búlandstindi

Neyðarkall frá Búlandstindi
Fréttir
Í gær

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“
Fréttir
Í gær

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá