fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. júlí 2024 19:49

J.D. Vance varaforsetaefni Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öldungadeildarþingmaðurinn  J.D. Vance, sem situr á þingi fyrir Ohio-ríki.  verður varaforsetaefni Donalds Trump, forsetaframbjóðanda Repúblíkanaflokksins, í forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust.

Trump greindi frá ákvörðun sinni á samfélagsmiðlinum Truth Social nú fyrir stundu en landsþing Repúblíkanaflokksins hófst í dag.

Vance er 39 ára gamall og var harður gagnrýnandi Trumps í forsetaframboði hans árið 2016. Fjórum árum seinna hafði hann hins vegar breytt um kúrs og studdi Trump með ráðum og dáð. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 2022, eftir að Trump hafði lýst yfir stuðningi við hann.

Vance er með gráðu í lögfræði frá Yale-háskóla en fór þaðan út í viðskiptalífið þar sem hann efnaðist á fjárfestingum. Þá er hann er einnig metsölurithöfundur. Hann skrifaði endurminningabókin Hillbilly Elegy sem endaði sem Netflix-mynd í leikstjórn Ron Howard.

Ákvörðun Trumps virðist við fyrstu sýn nokkuð klók en hann treystir á að Vance muni afla fylgis í Miðvesturríkjum eins og Pennsylvania, Michigan og Wisconsin þar sem búist er við að mjótt verði á mununum.

Vance er giftur en hann og eiginkona hans, Usha Chilukuri Vance, gengu í það heilaga árið 2014. Þau kynntust á háskólaárum sínum og eiga þrjú börn saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“