fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Sannfærð um að Southgate segi bless eftir leikinn í kvöld – ,,Ég held að það skipti engu máli hvað gerist“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. júlí 2024 12:00

Gareth Southgate, fyrrum landsliðsþjálfari Englands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpskonan Laura Woods er sannfærð um það að Gareth Southgate kveðji enska landsliðið eftir úrslitaleik EM.

Úrslitaleikur EM fer fram í Berlin í kvöld en England leikur gegn Spánverjum og vonast til að vinna sitt fyrsta stórmót frá árinu 1966.

Það er mikið talað um framtíð Southgate en talið er að hann muni stíga til hliðar eftir leik kvöldsins sama hvernig fer.

,,Ég held að það skipti engu máli hvað gerist í úrslitaleiknum gegn Spánverjum. Southgate mun fara,“ sagði Woods.

,,Ég hef heyrt aðra þjálfara tala um svona rússíbana áður; að vera með hóp af leikmönnum sem endist svo lengi en stundum ferðu heilan hring og kemst með liðið eins langt og mögulegt er.“

,,Að mínu mati er Gareth kominn á endastöð. Ég er mikill aðdáandi hans og ég vil ekki gagnrýna það sem hann hefur afrekað því ég á ekkert nema góðar minningar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur