DeAndre Yedlin, leikmaður FC Cincinnati , viðurkennir að líf leikmanna Inter Miami hafi breyst verulega eftir komu Lionel Messi.
Messi er einn besti ef ekki besti fótboltamaður sögunnar en hann er í dag fyrirliði Miami eftir komu frá Paris Saint-Germain.
Messi gekk í raðir Miami í fyrra og hefur staðið sig nokkuð vel með félaginu sem er nýstofnað.
Yedlin viðurkennir að Miami sé orðið mun vinsælla félag eftir að argentínska goðsögnin gerði samning 2023.
Yedlin lék ekki lengi með Messi en hann yfirgaf Miami á árinu til að semja við Cincinnati.
,,Ég get ekki sagt að ég hafi upplifað neitt þessu líkt á ævinni, ég hef kannski upplifað hluti sem eru nær þessu en aðrir leikmenn liðsins,“ sagði Yedlin sem lék um tíma á Englandi.
,,Þetta var sjokk fyrir marga af strákunum til að byrja með. Við ferðuðumst í leiki og það voru kannski þrír aðilar bíðandi fyrir utan hótelið okkar en í dag eru þeir 500.“
,,Jafnvel í útileikjum þá er einn þriðji af fólkinu fyrir utan í bleikum treyjum. Það er gott, sérstaklega fyrir þessa leikmenn og jafnvel fyrir mig.“