Sandra María Jessen var að vonum himinlifandi í kvöld eftir sigur á Þýskalandi á Laugardalsvelli.
Sandra og íslensku stelpurnar unnu Þýskaland 3-0 og tryggðu farseðilinn á lokamót EM með þessum frábæra sigri.
,,Þetta er ótrúlegt, þetta er rosalega gaman og maður er í fótbolta fyrir svona móment og maður lifir á þessu og fagnar og það er þvílík stemning inni í klefa,“
,,Þetta eru leikir sem maður vill spila, maður hefur unnið fyrir þessu í mörg og því er frábært að ná að fylla stúkuna og fá þessar frábæru litlu stelpur á Símamótinu til að koma og styðja okkur.“
,,Það er magnað að ná sigri, þetta er eitthvað sem fer í history. Maður er ekki að vinna Þjóðverja á hverjum degi.“