Valur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar uppákomu í leiknum gegn albanska liðinu Vllaznia í Sambandsdeildinni í gær. Þar létu stuðningsmenn öllum illum látum, en málið er komið á borð UEFA, KSÍ, lögreglunnar og Interpol.
Meira
Sláandi uppákoma að Hlíðarenda náðist á myndband – Líflátshótanir og lögregla kölluð til
Yfirlýsing Vals
Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum urðu uppákomur eftir leik Vals og K.F. Vllaznia í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu á Hlíðarenda í gær.
Knattspyrnufélagið Valur fordæmir hegðun sem þessa sem á auðvitað ekkert skylt við fótbolta.
Valur vill jafnframt taka fram að málið hefur verið tilkynnt til UEFA og hefur öryggisdeild sambandsins verið í sambandi við forsvarsmenn okkar í morgun. Okkur hefur verið tjáð að málið sé nú til umfjöllunar þar og sé litið alvarlegum augum. Við bíðum svara.
Þá hefur KSÍ verið upplýst um málið og boðið fram aðstoð sína auk þess sem við höfum verið í sambandi við Ríkislögreglustjóra vegna málsins.
Allur fókus okkar Valsmanna er á seinni leikinn sem fer fram í Albaníu þann 18. júlí n.k. Þann leik ætlum við að vinna og fara áfram í næstu umferð keppninnar.
Við lítum sem svo á að málið sé komið í réttan farveg og munum ekki tjá okkur frekar um málið.
f.h. Knattspyrnufélagsins Vals
Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri
Meira
Meira um óhugnanlega uppákomu að Hlíðarenda – Hótaði að skera augun úr íslenskum stuðningsmanni