fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
433Sport

Valur gefur út yfirlýsingu – „Lítum sem svo á að málið sé komið í réttan farveg“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 12. júlí 2024 11:45

Frá N1-vellinum, heimavelli Vals.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar uppákomu í leiknum gegn albanska liðinu Vllaznia í Sambandsdeildinni í gær. Þar létu stuðningsmenn öllum illum látum, en málið er komið á borð UEFA, KSÍ, lögreglunnar og Interpol.

Meira
Sláandi uppákoma að Hlíðarenda náðist á myndband – Líflátshótanir og lögregla kölluð til

Yfirlýsing Vals
Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum urðu uppákomur eftir leik Vals og K.F. Vllaznia í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu á Hlíðarenda í gær.

Knattspyrnufélagið Valur fordæmir hegðun sem þessa sem á auðvitað ekkert skylt við fótbolta.

Valur vill jafnframt taka fram að málið hefur verið tilkynnt til UEFA og hefur öryggisdeild sambandsins verið í sambandi við forsvarsmenn okkar í morgun. Okkur hefur verið tjáð að málið sé nú til umfjöllunar þar og sé litið alvarlegum augum. Við bíðum svara.

Þá hefur KSÍ verið upplýst um málið og boðið fram aðstoð sína auk þess sem við höfum verið í sambandi við Ríkislögreglustjóra vegna málsins.

Allur fókus okkar Valsmanna er á seinni leikinn sem fer fram í Albaníu þann 18. júlí n.k. Þann leik ætlum við að vinna og fara áfram í næstu umferð keppninnar.

Við lítum sem svo á að málið sé komið í réttan farveg og munum ekki tjá okkur frekar um málið.

f.h. Knattspyrnufélagsins Vals

Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri

Meira
Meira um óhugnanlega uppákomu að Hlíðarenda – Hótaði að skera augun úr íslenskum stuðningsmanni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gleðin tók völd í klefanum hjá Glódísi – Söngur og dans þeirra vekur athygli

Gleðin tók völd í klefanum hjá Glódísi – Söngur og dans þeirra vekur athygli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrirliðinn söng um stóran lim fyrir framan þúsundir manna – „Hann er það svo sannarlega“

Fyrirliðinn söng um stóran lim fyrir framan þúsundir manna – „Hann er það svo sannarlega“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bilun í beinni – Inter komið í úrslit Meistaradeildarinnar eftir magnað einvígi gegn Barcelona

Bilun í beinni – Inter komið í úrslit Meistaradeildarinnar eftir magnað einvígi gegn Barcelona
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Umboðsmaður Trent hringdi í Barcelona á dögunum

Umboðsmaður Trent hringdi í Barcelona á dögunum
433Sport
Í gær

Yfirgaf veitingastað pöddufullur og nú vill fólkið að hann selji hlut sinn í hvelli

Yfirgaf veitingastað pöddufullur og nú vill fólkið að hann selji hlut sinn í hvelli
433Sport
Í gær

Færa leik til Tottenham svo United hafi ekkert forskot ef bæði lið komast í úrslit

Færa leik til Tottenham svo United hafi ekkert forskot ef bæði lið komast í úrslit