Heimir Hallgrímsson mun þéna meira sem landsliðsþjálfari Írlands heldur en forveri hans, Stephen Kenny. Þetta kemur fram í írska miðlinum Independent.
Heimir var í gær kynntur til leiks hjá írska knattspyrnusambandinu, en hann hætti sem landsliðsþjálfari Jamaíka á dögunum.
Independent segir að Heimir muni þéna um 650 þúsund evrur á ári, eða um 97 milljónir króna. Kenny þénaði um 550 þúsund evrur á ári. Íslendingurinn skrifaði undir tveggja ára samning eða út HM 2026 og fær hann einmitt vænan bónus ef hann kemur Írum á mótið.
Heimir hefur átt frábæran feril í þjálfun. Það þekkja allir hvað hann gerði með íslenska karlalandsliðið og hefur hann þá einnig stýrt Al-Arabi í Katar við góðan orðstýr.