Íslensku liðin í undankeppni Sambandsdeildarinnar hefja öll leik í kvöld. Tveir leikir fara fram hér á landi en öll þrjú íslensku liðin eru talin sigurstranglegri í einvígum sínum.
Breiðablik ríður á vaðið klukkan 18:30 er liðið heimsækir Tikves frá Norður-Makedóníu í fyrri leik liðanna í 1. umferð
Valur tekur þá á móti albanska liðinu Vllaznia klukkan 19 og á sama tíma tekur Stjarnan á móti Linfield frá Norður-Írlandi.
Öll íslensku liðin eru talsvert sigurstranglegri ef horft er í stuðla veðbanka.
Á Lengjunni er stuðull á sigur Blika 1,95 en 3,30 á andstæðinga þeirra. Stuðull á sigur Vals er aðeins 1,44 en 5,50 hjá andstæðingi þeirra. Loks er stuðull á sigur Stjörnunni gegn Linfield 1,85 en hann er 3,50 á Norður-Írana.
Víkingur er fjórða íslenska liðið í Evrópukeppni þetta tímabilið en liðið keppir í undankeppni Meistaradeildarinnar. Liðið gerði markalaust jafntefli við írska liðið Shamrock Rovers hér heima í fyrri leik liðanna í 1. umferð.