fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Varpar glænýju ljósi á eitt eftirminnilegasta augnablik Ronaldo – Ekki var allt sem sýndist

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það muna flestir eftir því þegar Cristiano Ronaldo þurfti að fara af velli snemma leiks vegna meiðsla í úrslitaleik EM 2016 milli Portúgal og Frakklands. Fyrrum liðsfélagi hans ræðir þennan leik í nýju viðtali.

Ronaldo fór af velli eftir um 25 mínútna leik. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og því var farið í framlengingu, þar sem Portúgal vann heldur óvænt með marki Eder á 109. mínútu.

Það er óhætt að segja að Ronaldo hafi tekið að sér hlutverk þjálfara eftir að hann fór út af. Oft hefur verið rætt að hann hafi átt stóran þátt í því að sigla sigrinum heim með nærveru sinni og hvatningarorðum inn á völlinn.

Jose Fonte spilaði allan leikinn og segir að menn hafi hins vegar ekkert verið að spá í Ronaldo á hliðarlínunni.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn vorum við bara að einbeita okkur að því að vinna leikinn. Það var bara eftir leikinn sem við áttuðum okkur á því hvað hann og þjálfarinn voru að gera,“ segir hinn fertugi Fonte.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern