fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Sjáðu ótrúlega breytingu: Missti næstum 40 kíló á fimm mánuðum – Svona fór hann að því

433
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 12:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verða oft til stjörnur utan vallar á stórmótum í fótbolta og ein slík er Dan Clibbon, stuðningsmaður Englands. Hann ræddi við The Sun sama dag og England sló Sviss út í 8-liða úrslitum EM á laugardag.

Dan hefur vakið gríðarlega athygli fyrir þyngdartap sitt á árinu, en frá því í janúar og þar til í júní, skömmu fyrir EM, missti hann tæp 40 kíló. Endaði hann á að keppa í vaxtarræktarmóti á dögunum þar sem hann hreppti bronsið.

Dan, sem er um 1,70 metrar á hæð, vó tæp 110 kíló í janúar þegar hann ákvað að taka sig á. Gerði hann það í kjölfar þess að hann komst að því að hann og kærasta hans ættu von á barni í haust. Sá hann þetta sem sitt tækifæri.

Dan er gjörbreyttur.

Í fimm mánuði lyfti hann eldsnemma á morgnanna, gekk 10 þúsund skref á dag og tók um 40 mínútna brennsluæfingu á kvöldin. Þá hætti hann að drekka áfengi og borða óhollan mat. Með þessu missti hann ekki aðeins tæp 40 kíló heldur fór fituprósenta hans einnig úr 40% í 5%.

„Ég hef alltaf verið feitur en mig langaði alltaf í vaxtarrækt svo þegar ég komst að því að ég væri að verða pabbi fannst mér þetta vera eina tækifærið,“ segir Dan, sem nýtur þess þó nú að borða og drekka það sem hann vill á EM í Þýskalandi.

Dan segir matarræði hans hafa farið úr ruslfæði og bjór í próteindrykki, kjúkling og grænmeti. Hann hafi á þessum fimm mánuðum oft dauðlangað í eitthvað annað en sér ekki eftir neinu.

Svo gæti farið að Dan keppi fyrir hönd Bretlands á HM í vaxtarrækt í október. Hann ætlaði sér aldrei að taka þátt í fleiri mótum en þessu eina á dögunum en það gæti verið erfitt að hafna sæti á mótinu í Seúl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Setti tíðindin af Aroni í samhengi – „Það er viðurkenning fyrir hann“

Setti tíðindin af Aroni í samhengi – „Það er viðurkenning fyrir hann“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“
433Sport
Í gær

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Í gær

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag