Adrian Mutu, fyrrum leikmaður Chelsea, telur sig vita af hverju Cristiano Ronaldo sé enn að spila 39 ára gamall.
Ronaldo hefur verið atvinnumaður síðan hann var 17 ára gamall en hann spilaði með Portúgal á EM í Þýskalandi.
Mutu segir að Ronaldo eigi sér draum og er það að spila með syni sínum, Cristiano yngri, áður en skórnir fara á hilluna.
Cristiano yngri er aðeins 14 ára gamall en möguleiki er á að þeir nái leik saman með Al-Nassr í Sádi Arabíu.
Mutu þekkir aðeins til Ronaldo en þeir hittust í einmitt Sádi Arabíu í maí á þessu ári.
,,Það sem hvetur Ronaldo áfram er að spila allavega einn leik ásamt syni sínum, það er það sem heldur honum gangandi,“ sagði Mutu.