fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Strípalingur og sjö til viðbótar gistu í fangageymslum í nótt

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. júlí 2024 07:19

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta fengu að gista í fangageymslum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Tveir einstaklingar voru handteknir í miðborginni vegna brota á lögreglusamþykkt, en báðir voru ölvaðir að valda óspektum. Annar þeirra gekk niður miðbæinn, með flösku í hönd, barði í glugga, sparkaði í ruslatunnur og var með almenn leiðindi. Sá þriðji verður einnig kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt, en óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna aðila í annarlegu ástandi. Hann var vistaður í fangaklefa.

Tveir einstaklingar voru vistaðir í fangaklefa þar sem þeir voru ofurölvi, báðir sofandi á gangstétt í miðborginni. Til að tryggja öryggi þeirra voru þeir handteknir og fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir fá að sofa úr sér í fangaklefa.

Í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti voru sex ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Ökuhraði bifreiða mældist frá 105-109 km/klst. þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.

Í umdæmi lögreglunnar í  Grafarvogi/Árbæ/Mosfellsbæ var einn tekinn fyrir of hraðan akstur, ökuuhraði bifreiðar mældur á 115 þar sem hámarkshraði er 90. Þrír ökumenn voru handteknir, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hefðbundið ferli og þeir lausir að blóðsýnatöku lokinni. Tilkynnt var um innbrot og eignaspjöll og fór lögegla á vettvang.

Tilkynnt var um nakinn einstakling að veitast að bifreiðum. Lögregla fór á vettvang og tryggði ástand, aðilinn augljóslega undir áhrifum og hann vistaður í fangaklefa sökum ástands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst