fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Velur Sádi-Arabíu fram yfir ensku úrvalsdeildina

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Belgíski miðvörðurinn Arthur Theate hefur valið að ganga til liðs við Al-Ittihad í Sádi-Arabíu.

Hinn 24 ára gamli Theate er á mála hjá Rennes en hann hafði vakið áhuga enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, sem og fleiri félaga.

Theate hefur hins vegar valið Al-Ittihad og að spila undir stjórn Ítalans Stefano Pioli sem er að taka við liðinu. Kappinn hefur þegar staðist læknisskoðun.

Al-Ittihad greiðir Rennes 18 milljónir evra fyrir Theate, sem skrifar undir þriggja ára samning með möguleika á ári til viðbótar.

Al-Ittihad olli vonbrigðum í sádiarabísku deildinni á síðustu leiktíð og hafnaði í fimmta sæti sem ríkjandi meistari. Með liðinu leika menn á borð við N’Golo Kante og Karim Benzema.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Í gær

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar