fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Líklega rétt hjá Óskari að bíða og sjá til: Pressan er gríðarleg í Vesturbænum – ,,Ég skil hann vel að þora því ekki“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. júní 2024 20:30

Óskar Hrafn Þorvaldsson. fréttablaðið/valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson, sérfræðingur Þungavigtarinnar og þjálfari KFA, skilur vel að Óskar Hrafn Þorvaldsson vilji ekki taka að sér þjálfarastarf KR í dag.

Óskar er sterklega orðaður við KR en Gregg Ryder var látinn fara frá íslenska stórveldinu á dögunum og tekur Pálmi Rafn Pálmason við tímabundið.

Óskar er mikill KR-ingur og er nú að starfa á bakvið tjöldin hjá félaginu eftir að hafa þjálfað Haugesund í Noregi um stutta stund.

Fyrir það var Óskar þjálfari Breiðabliks og náði frábærum árangri þar en flestir búast við að hann taki við eftir tímabilið.

Sumir vilja þó að Óskar taki við um leið en Mikael skilur vel að hann vilji bíða þar til tímabilinu er lokið.

,,Það væri náttúrúlega langbest ef Óskar tæki við þessu núna, Óskar er frábær þjálfari en ég skil hann vel að þora því ekki því það er mjög vont að tapa 2-3 leikjum í röð miðað við hvernig er búið að fara með Ryderinn,“ sagði Mikael í Þungavigtinni.

,,Ég skil Óskar vel að hann vilji bíða aðeins, kannski er besta lausnin að fá innanbúðarmenn sem er ekki nein pressa á og unnu Íslandsmeistaratitil með KR sem leikmenn og annað. Þið vitið alveg hvernig það er, það vildu allir reka Arnar Grétarsson þegar þeir töpuðu gegn Stjörnunni, það var í þriðju umferð og eina tapið á Íslandsmeistaramótinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Í gær

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026