Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í dag en Grindavík spilaði við Dalvík/Reyni og mætti Þór liði Leiknis R.
Grindavík lenti undir í sinni viðureign en sneri taflinu sér í vil og hafði betur að lokum 3-1.
Kwame Quee var á meðal markaskorara Grindavíkur en hann er fyrrum leikmaður Breiðabliks og Víkings R.
Leiknir vann þá flottan útisigur á Þór 2-1 þar sem sigurmarkið var skorað undir lok leiks.
Grindavík 3 – 1 Dalvík/Reynir
0-1 Áki Sölvason
1-1 Kwame Quee
2-1 Hassan Jalloh
3-1 Helgi Hafsteinn Jóhannsson
Þór 1 – 2 Leiknir R.
0-1 Omar Sowe
1-1 Birkir Heimisson(víti)
1-2 Shkelen Veseli