Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Það var aðeins rætt um Lengjudeild karla í þættinum og þar á meðal Aftureldingu, sem var nálægt því að fara upp í Bestu deildina í fyrra. Liðinu hefur ekki gengið alveg eins vel í ár en Adam segir að um hörkulið sé að ræða, hann hafi komist að því þegar hann mætti þeim með Val í bikarkeppninni.
„Afturelding er eitt erfiðasta lið sem ég hef spilað við í sumar. Þeir voru fáránlega góðir á móti okkur, héldu boltanum vel og náðu oft að sundurspila okkur,“ sagði hann.
„En mér fannst oft vanta, eins og ég sagði við Magga sjálfur, í báðum teigunum. Það er oft vesen hjá svona liðum, að klára færin og verjast þeim. En þeir voru geggjaðir að spila í gegnum okkur, maður var bara að elta boltann allan leikinn.“
Umræðan í heild er í spilaranum.