Andres Blazquez, framkvæmdastjóri Genoa, segir mörg félög áhugasöm um Albert Guðmundsson.
Albert átti hreint ótrúlegt tímabil í Serie á síðustu leiktíð og þykir ekki ólíklegt að hann yfirgefi Genoa fyrir stærra lið í sumar.
Sóknarmaðurinn hefur til að mynda verið orðaður við Inter og Tottenham en einnig er áhugi utan álfunnar ef marka má Blazquez.
„Albert sýndi hvað hann getur á síðustu leiktíð og var einn besti sóknarmaður í Serie A. Það kemur ekki á óvart að stærstu félög Evrópu sem og í Sádi-Arabíu hafi áhuga á honum,“ segir hann.
Albert skoraði alls 14 mörk og lagði upp 4 í Serie A síðasta vetur.