fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Leitað að ungum manni á Tenerife

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júní 2024 14:00

Jay Slater.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmikil leit stendur nú yfir á Tenerife að 19 ára karlmanni sem ekkert hefur spurst til síðan í gær. Maðurinn sem um ræðir heitir Jay Slater og er breskur ríkisborgari.

Breska ríkisútvarpið, BBC, segir að Jay hafi verið staddur Rural de Teno-þjóðgarðinum á vesturhluta Tenerife þegar síðast spurðist til hans.

Vinkona hans, Lucy, heyrði í honum í gærmorgun en þá sagðist hann vera villtur, þurfa á vatni að halda og að síminn hans væri að verða rafmagnslaus. Sambandið slitnaði skömmu síðar og hefur ekkert spurst til Jay síðan þá.

Lucy og Jay voru stödd á Tenerife til að vera viðstödd NRG-tónlistarhátíðina og segir Lucy að Jay hafi farið heim með fólki sem hann kynntist á ferðalaginu. Hann hugðist svo ganga heim í gærmorgun en virðist ekki hafa áttað sig á því hversu löng og torfær leiðin var.

Leitarhópar hafa verið kallaðir út og þá er búið að lýsa eftir Jay á veggspjöldum á fjölförnum stöðum á Tenerife.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“