Erik ten Hag mun stýra Manchester United næsta vetur en félagið hefur tekið þá ákvörðun.
Ten Hag fékk að frétta af því nýlega en United var mjög hreinskilið í samtali við Hollendinginn varðandi framtíðina.
United viðurkenndi að hafa skoðað aðra þjálfara og að hafa rætt við Thomas Tuchel sem hefur yfirgefið Bayern Munchen.
,,Í síðustu viku þá var mætt inn til mín og ég fékk þau skilaboð að þeir vildu halda samstarfinu áfram,“ sagði Ten Hag.
,,Það er mjög sniðugt að fara vel yfir hlutina og svo taka ákvörðun. Nýja stjórn Manchester United hefur gert þetta.“
,,Þeir tóku góðan tíma í að fara yfir allt saman. Þeir sögðu mér líka að þeir hafi rætt við Thomas Tuchel. Það er ekkert leyndarmál að þeir hafa rætt við nokkra menn.“
,,Að lokum komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir væru með besta þjálfarann.“