fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Arnar Gunnlaugs: „Ef þú fílar ekki þessar stundir áttu bara að hætta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. júní 2024 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var haldinn blaðamannafundur á Hlíðarenda í tilefni að stórleik Vals og Víkings í Bestu deild karla á þriðjudaginn. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari síðarnefnda liðsins, ræddi við 433.is að fundi loknum.

Víkingur er á toppi deildarinnar en Valur er í þriðja sæti, 4 stigum á eftir.

„Þetta er stórleikur. Sami leikur í fyrra á þessum velli hafði mikið að segja um hvar titillinn endaði. Þetta er aðeins fyrr í mótinu en þá en þetta eru samt leikirnir þar sem þú vilt máta þig við þá bestu. Við erum búnir að ná í 4 stig á móti Breiðabliki í tveimur leikjum en eigum eftir að spila við Val í sumar. Það vilja allir sjá svona leik og taka þátt í svona leik,“ segir Arnar.

video
play-sharp-fill

Arnar býst við góðum leik og mikilli baráttu.

„Þegar taugaspennuorkan tekur yfir, það er smá merkilegt. Sumir verða rólegir og eflast við það en sumir byrja að brjóta á sér eins og hálfvitar og hinir svara. Það verður hart tekist á, enda mikið í húfi. Valur er búinn að leggja mikið í sitt lið eins og vanalega til að henda okkur af okkar stalli og við erum búnir að bæta í frekar en hitt. Það er búið að ganga vel í sumar. Ég á bara von á epískum leik. Þetta hefur allt til alls. Bæði lið eru í toppstandi og koma inn í leikinn nýbúin að tryggja sér sæti í undanúrslitum í bikar. Á leikdegi er svo dregið í Evrópukeppni. Ef þú ert leikmaður Víkings eða Vals í dag og fílar ekki þessar stundir áttu bara að hætta.“

Víkingur er á leið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næstunni. Arnar segir útileik við Val einn af fáum leikjum hér á landi sem þú getur undirbúið og farið í eins og Evrópuleik.

„Menn verða að átta sig á að það er ekki hægt að fara í einhverja þvælu þegar þú ferð í Evrópu. Þú þarft að spila agaðan og taktískan leik og nýta þín móment. Þú færð ekki oft tækifæri til að æfa það í íslensku deildinni. Ekki beint út af standard heldur af því Víkingur er meistari og þú sérð aldrei meistarana fara að spila við Fylki, Fram, KR, öll þessi lið og ætlast til að þau spili eitthvað taktískt. Við eigum bara að vinna og dominate-a leikinn. En á móti Breiðabliki og Val á útivelli er þetta meira taktískir leikir. Þú ert ekki að henda þér í allt og fara í einhverja þvælu. Þú ert meira að hafa stjórn á hlutunum með og án bolta. Það er það sem við erum að leitast eftir, það er það sem mun ráða því hvort við gerum eitthvað í Evrópu, auk þess að vinna báða titlana hér heima.“

Ítarlegra viðtal við Arnar er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verður líklegast áfram á Englandi

Verður líklegast áfram á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu
433Sport
Í gær

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift
433Sport
Í gær

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai
Hide picture