Forráðamenn Al Nassr ætla að láta á það reyna hvort hægt sé að festa kaup á Virgil van Dijk varnarmanni Liverpool í sumar.
Marca á Spáni segir frá og segir að Al Nassr vilji gera hann að launahæsta varnarmanni í heimi.
Van Dijk á bara ár eftir af samningi sínum við Liverpool og það gæti því komið til greina að selja hann.
Van Dijk er líklega besti varnarmaður í heimi og hefur átt frábæran feril með Liverpool.
Cristiano Ronaldo er stjarna Al-Nassr en búist er við að lið í Sádí Arabíu verði með seðlana á lofti í sumar.