fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Bálreiður og lætur í sér heyra eftir tapið gegn Íslandi: Forsíðurnar ósmekklegar – ,,Þeir vita hvað þeir eru að gera“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. júní 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn Ian Wright hefur tjáð sig eftir forsíður ensku blaðanna sem vöktu athygli eftir tap gegn Íslandi á föstudag.

Ísland kom öllum á óvart og vann 1-0 sigur á Wembley en Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins.

Á allavega fjórum forsíðum enskra blaða mátti sjá Bukayho Saka, leikmann Arsenal, en hann byrjaði ekki einu sinni viðureignina.

Saka var samt stimplaður sem sökudólgurinn miðað við forsíður blaðanna og var þá mynd af honum haldandi á pappírsflugvél vinsæl.

Enskir miðlar eru duglegir að bauna á sitt eigið landslið ef illa gengur en það er stutt í að liðið hefji keppni í lokakeppni EM í Þýskalandi.

,,Núna meira en áður þá skulum við standa við bakið á þessum ungu strákum,“ sagði Wright á X eða Twitter.

,,Við getum séð hvað gerðist og hver á að vera andlit tapsins. Þeir sem ákveða hvað fer á forsíðuna vita hvað þeir eru að gera.“

,,Höldum einbeitingunni og gefum þessum leikmönnum ást og stuðning á meðan mótinu stendur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Í gær

Góð tíðindi af Orra

Góð tíðindi af Orra
433Sport
Í gær

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“