Nemanja Matic, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur sent pillu á Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands.
Matic er í skýjunum með það að Jack Grealish og Marcus Rashford séu ekki partur af hópnum og eru ekki til taks í Þýskalandi.
Þessi ákvörðun kom öðrum á óvart en nánast allir bjuggust við að Grealish yrði valinn í lokahópinn.
,,Ég hefði verið til í að sjá leikmenn eins og þá í liðinu, leikmenn sem getað breytt leikjum með einni hreyfingu! Ekki valdir! Góðar fréttir fyrir okkur,“ skrifaði Matic á Twitter.
Matic spilaði með Rashford hjá United á sínum tíma en er í dag á mála hjá Lyon í Frakklandi og er 35 ára gamall.
Matic er ekki landsliðsmaður Serbíu í dag en hann lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2019.
I would always like to have players like @MarcusRashford and @JackGrealish in the team, players who can decide the game with one move!Not selected/good news for us 🇷🇸
— Nemanja Matic (@NemanjaMatic) June 7, 2024