Valur er nú þremur stigum frá toppsætinu í Bestu deild kvenna eftir þá fimm leiki sem fóru fram í dag.
Valur tapaði toppslagnum gegn Breiðabliki þann 24. maí en svaraði fyrir sig í dag í leik gegn Stjörnunni.
Ísabella Sara Tryggvadóttir átti stórleik fyrir Val og gerði þrennu en Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði eitt í 4-0 sigri.
Þróttur Reykjavík vann sinn fyrsta leik í sumar en liðið hafði betur gegn Tindastól 4-2 á heimavelli.
Hér má sjá öll úrslit dagsins.
Valur 4 – 0 Stjarnan
1-0 Berglind Rós Ágústsdóttir
2-0 Ísabella Sara Tryggvadóttir
3-0 Ísabella Sara Tryggvadóttir
4-0 Ísabella Sara Tryggvadóttir
Þróttur R. 4 – 2 Tindastóll
0-1 Jordyn Rhodes
1-1 Freyja Karín Þorvarðardóttir
2-1 Kristrún Rut Antonsdóttir
3-1 Kristrún Rut Antonsdóttir
3-2 Birgitta Rún Finnbogadóttir
4-2 Kristrún Rut Antonsdóttir
Þór/KA 0 – 3 Breiðablik
0-1 Agla María Albertsdóttir
0-2 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
0-3 Andrea Rut Bjarnadóttir
Víkingur R. 0 – 1 Keflavík
0-1 Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir
Fylkir 0 – 3 FH
0-1 Snædís María Jörundsdóttir
0-2 Snædís María Jörundsdóttir
0-3 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir