Sjónvarpsmaðurinn Andri Már Eggertsson, Nablinn, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Arons Einars Gunnarssonar, sem er á förum frá Al-Arabi í Katar. Sjálfur vill hann vera þar í landi eitt ár til viðbótar en fái hann ekki samning þar má gera ráð fyrir að hann komi heim í Þór í sumar.
„Getur gengi Þórs spilað inn í að hann sé ekki til í að hoppa á það?“ spurði Andri í þættinum en Hrafnkell er ekki á því.
„Ekki séns, hann væri þá bara frekar til í að hjálpa þeim. Hann er mesti Þórsari sem til er,“ sagði hann.
„Ef hann kemur í ár tekur hann þetta ár og næsta. Draumurinn hans er að koma þeim upp.“
Helgi tók til máls.
„Það yrði allavega mjög áhugavert að sjá hann í Lengjudeildinni í sumar.“
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar