Forráðamenn deildarinnar í Sádí Arabíu setja það ofarlega á lista sinn í sumar að fá Alisson markvörð Liverpool í sumar.
Enskir miðlar segja frá þessu og vilja meina að Alisson hefði mögulega áhuga á þessu.
Alisson er 31 árs gamall og hefur varið mark Liverpool af stakri snilld síðustu ár.
Alisson er landsliðsmarkvörður Brasilíu en hann hefur átt stóran þátt í góðu gengi Liverpool síðustu ár.
Deildin í Sádí Arabíu er stórhuga fyrir sumarið og eru mörg stór nöfn á blaði.