Sir Jim Ratcliffe eigandi Manchester United heldur áfram að gera breytingar utan vallar og skipta úr starfsfólki þar.
Nú hefur United ráðið til starfa Toby Craig sem nýjan yfirmann samskiptamála hjá félaginu.
Craig kemur frá Manchester City þar sem hann vann með Omar Berrada nýjum stjórnarformanni United sem kemur frá City.
Craig vann áður hjá Chelsea en hefur síðan þá verið hjá City en færir sig nú til United.
Hann tekur við af Ellie Norman sem kom til United árið 2022 frá Formúlu 1 en Norman fer núna í frí fram í október áður en hún tekur nýtt starf.
Þrátt fyrir að Craig fái sama starfstitil og Norman þá verður starfið öðruvísi, Craig mun aðeins einbeita sér að samskiptum og ásýnd félagisns út á við og verður Berrada hans yfirmaður.