Nacho Fernandez, leikmaður Real Madrid, verður samningslaus í sumar og er óvíst hvar hann spilar næsta vetur.
Nacho lék 45 leiki fyrir Real á tímabilinu sem var að ljúka en liðið vann úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær gegn Borussia Dortmund.
Spánverjinn er 34 ára gamall en hann hefur allan sinn feril spilað með Real og þekkir í raun ekkert annað.
Florentino Perez, forseti Real, hefur staðfest það að hann vilji halda spænska landsliðsmanninum sem ber fyrirliðabandið á Santiago Bernabeu.
,,Ég veit ekki hvað hann mun gera ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Perez eftir leikinn á Wembley.
,,Þið þurfið að spyrja hann út í framtíðina, við værum til í að halda honum hérna.“