Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, viðurkennir að hann hafi látið stórstjörnuna Vinicius Junior heyra það á Wembley í gær.
Vinicius átti ekki góðan fyrri hálfleik líkt og aðrir leikmenn Real sem mættu Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Staðan var markalaus í hálfleik en helstu stjörnur Real voru ekki að ná sér á strik en annað sást í síðari hálfleiknum.
Vinicius átti frábæran seinni hálfleik fyrir Real sem vann að lokum 2-0 sigur og fagnar sigri í sjötta sinn á tíu árum.
,,Ég lét hann aðeins heyra það, í fyrri hálfleiknum vorum við latir og við leyfðum þeim að spila þeirra leik,“ sagði Ancelotti.
,,Ég verð aldrei vanur því að vinna þessa keppni því þetta ævintýri hefur verið erfitt, mjög erfitt og erfiðara en við bjuggumst við.“
,,Við vorum betri í seinni hálfleik, þetta er draumurinn sem heldur áfram að gefa.“