fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Ólafur Ragnar um framboð Katrínar – Segir umræðuna ekki ná nokkurri átt

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. júní 2024 22:53

Ólafur Ragnra var í viðtali í kosningasjónvarpi RÚV í kvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir umræðuna um framboð Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, ekki ná nokkurri átt.

Margir hafa gagnrýnt framboð hennar á þeim forsendum að hún sé of nátengd sitjandi ríkisstjórn og hana skorti fjarlægð til að veita henni aðhald. Hún hafi staðið upp úr stól forsætisráðherra til þess að fara í forsetaframboð.

Ólafur Ragnar var gestur kosningasjónvarps RÚV þar sem hann var spurður út í þessa gagnrýni á framboð hennar.

Ólafur sagði að nú þegar búið væri að loka kjörstöðum gæti hann tjáð sig umbúðalaust um málið. Benti hann á söguleg dæmi um forseta sem voru eða höfðu verið í nánum tengslum við þingmenn sitjandi ríkisstjórnir.

Þetta hafi til dæmis gerst árið 1952 og meira að segja þegar ríkisstjórn var mynduð rúmum áratug eftir að hann varð forseti. Þá hafi margir við ríkisstjórnarborðið verið með honum í Alþýðubandalaginu.

„Það sem menn eru að tala um núna er sandkassaleikur miðað við það sem var 1952 eða þegar ég var forseti,“ sagði Ólafur Ragnar og benti á að hann hafi farið gegn þessum gömlu félögum sínum til dæmis í Icesave-málinu. Loks benti hann á að hann hafi verið þingmaður allt framboðið áður en hann varð forseti og fram á kjördag. „Ég sagði ekki af mér fyrr en ég tók við embættinu. Þessi umræða hefur verið út og suður og andlýðræðisleg,“ sagði forsetinn fyrrverandi.

Ólafur Ragnar sagði að með þessum orðum væri hann ekki að taka neina afstöðu til framboðs Katrínar en hann telur að gagnrýni á hana sé alveg út úr kú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu