KA 2 – 3 ÍA
1-0 Bjarni Aðalsteinsson(’14)
1-1 Hinrik Harðarson(’16)
1-2 Ingi Þór Sigurðsson(’22)
2-2 Ívar Örn Árnason(’36)
2-3 Arnór Smárason(’42, víti)
Það fór fram einn leikur í Bestu deild karla í kvöld en spilað var á Akureyri og var viðureignin fjörug.
ÍA heimsótti KA í eina leik laugardags en fyrri hálfleikurinn var gríðarlega skemmtilegur þar sem fimm mörk voru skoruð.
Skagamenn höfðu betur með þremur mörkum gegn tveimur en Arnór Smárason gerði sigurmarkið.
Arnór kom ÍA í 3-2 á 42. mínútu en hann gerði mark sitt af vítapunktinum.
ÍA lyfti sér upp í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum en KA er aðeins með fimm eftir fyrstu níu umferðirnar.